Innlent

Bein út­­sending: Mennta­­Stefnu­­mót í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
MenntaStefnumótið er haldið á þriggja ára fresti, en dagskráin fyrir hádegi er opin öllu áhugafólki um menntun á Íslandi.
MenntaStefnumótið er haldið á þriggja ára fresti, en dagskráin fyrir hádegi er opin öllu áhugafólki um menntun á Íslandi. Getty

MenntaStefnumót skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur fer fram í dag þar sem starfsfólki í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi hjá Reykjavíkurborg gefst tækifæri til að taka þátt og eiga samtal um menntun barna og þróun til framtíðar.

MenntaStefnumót skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur fer fram í dag þar sem starfsfólki í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi hjá Reykjavíkurborg gefst tækifæri til að taka þátt og eiga samtal um menntun barna og þróun til framtíðar.

MenntaStefnumótið er haldið á þriggja ára fresti, en dagskráin fyrir hádegi er opin öllu áhugafólki um menntun á Íslandi og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan.

„Kynnt verða fyrirmyndaverkefni úr skóla- og frístundastarfi í borginni og rætt um framtíð menntunar. Eftir streymið verður opin stafræn fræðsla þar sem hægt er að velja um 38 mismunandi fræðsluerindi eins og til dæmis, Hugsandi kennslurými í stærðfræði, Allt milli hinsegin og jarðar, Krefjandi hegðun barna og Fræðsla um málþroskaröskun á mið- og unglingastigi.

Fjölbreytt dagskrá á yfir 30 stöðum

Eftir hádegi verður fjölbreytt dagskrá fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar á meira en 30 stöðum vítt og breytt um borgina þar sem kynntur verður fjöldi fjölbreyttra þróunar- og fyrirmyndarverkefna og starfsfólki gefið tækifæri til að taka þátt í samtali um þróun menntunar í borginni og stilla saman strengi til að vinna að innleiðingu menntastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu.

Hægt verður að fylgjast með opnu dagskránni í spilara að neðan.

Samtal um framtíð menntunar

  • 08:30 Setning MenntaStefnumóts
  • 08:35 Vinningsatriði Skrekks 2023
  • 08:45 Hvatningarverðlaun - Grunnskólar
  • 08:55 Uppskera og komandi gróska í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík
  • 09:15 Syngjandi skóli
  • 09:25 Hvatningarverðlaun - Leikskólar
  • 09:30 List og menning í skóla- og frístundastarfi
  • 09:45 Leikur, nám og gleði: Hlutverk fullorðinna í leik barna
  • 10:00 Hvatningarverðlaun - Frístundastarf
  • 10:08 Samtal um menntun til framtíðar (á ensku)
  • 10:30 Útsendingu lýkur


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×